laugardagur, nóvember 19, 2005

hvað ætti það í rauninni að bögga þig?

Tilvera okkar er undarlegt ferðalag. Við erum gestir og hótel okkar er Jörðin. Einir koma og aðrir fara í dag og alltaf bætast nýir hópar í skörðin. - Þessi texti hefur sönglað í hausnum á mér í nokkrar vikur og það þykir mér ekkert leiðinlegt, þetta er fallegt ljóð. Svo flauta ég líka reglulega brasilíska þjóðsönginn, mér líður alltaf vel þegar ég geri það.

Í dag röltum við Eyrún ásamt Jóni í gegnum flóamarkaðinn Naschmarkt, það er skemmtilegt að skoða draslið á flóamarkaðnum og enn skemmtilegra að ganga í gegnum matvælamarkaðinn. Þar má finna flest allt sem þarf í kryddskápa og grænmetishillur. Svo fórum við á kaffihús og fengum hressilegar móttökur hjá næst leiðinlegasta þjóni sem ég hef hitt hérna, hann var hvorki að safna gleðiprikum né þjórfé blessaður...
Svo gerði ég Pizzu, líklega þá bestu sem gerð hefur verið í Öl-víngötu, afstrympislega vel lukkuð flatbaka.

Núna er ég að verða búinn að blogga án þess að skrifa um eitthvað brjálæði, stríð, hörmungar eða stjórnmál. Ótrúlegt, ekki satt?
Auðvitað væri það ótrúlegt, jafnvel óeðlilegt svo hérna kemur það. Í dag sáum við mótmæli gegn loðfeldum, Pels ist mort! var slagorðið þeirra, þar sem þau þrömmuðu niður Mariahilferstrasse. Mér fannst leiðinlegast að þau skildu ekki hafa verið nakin, anti-pels fólk sem kemst í sjónvarpsfréttirnar er nefninlega alltaf nakið og skvettir málingu á pels og búðarglugga. Annarrs tók ég skilaboðin ekki mikið til mín, kanski afþví ég hef ekki efni á selskinnsjakka.

Engin ummæli: