föstudagur, nóvember 04, 2005

kaffi, súkkulaði og megas

Samkvæmt ósk frá bróðum mínum Magnús Þór Ásgeirssyni varð ég að skrifa háalvarlegt blogg um áhrif súmóglímu á kaldastríðið um miðbik síðustu aldar, þess vegna skrifaði ég þennan milli kafla í síðasta blogg.

En núna hef ég ákveðið að skrifa sérstaklega gott blogg, þess vegna er ég að hita kaffi og ætla með því að borða súkkulaði og á meðan mun ég m.a. hlusta á annan Magnús, nefninlega hann Megas.

Þar síðustu nótt dreymdi mig að ég væri í Spidermanbúning og gæti flogið og Alti var reyndar með í draumnum ásamt fleirum en við tveir vorum þeir einu sem gátum flogið. Við flugum meðal annarrs framhjá fólki sem kom út af austurrískum bar með Ottakring bjórdósir. Ég trúi lítið á drauma, annað en að þeir hafa skemmtanagildi og þessi hafði það. Það er vissulega hægt að lesa eitthvað í þennan draum og ég ætla bara að lesa það úr honum sem mér þykir henta best. Það er nefninlega þannig að ég á mér stóra drauma, sem ég mun ná og í leiðinni flýg ég framhjá Ottakringbjór, sem mér þykir vera sull.
Stundum detta menn niður í leiðinda hugsanir um hæfni sína til ákveðinna verka, það lenda sjálfsagt allir í því en bara sumir sem að leyfa öðrum að heyra þær, hinir halda þeim líklegast fyrir sig og þykjast ekkert kannast við slíkt. Þessir sem halda þeim fyrir sig, vilja líklegast ekki sýnast vanmáttugir gagnvart verkefnum lífins og hafa að eiginmati einhverja ímynd sem þeir verði að passa. Fyrir þetta fólk er hollt og gott að heyra niðurstöðu úr samtali sem ég átti við Elvar Berg í gær. Ég sagði við Elvar að hann ætti e.t.v. að fá sér rautt bindi, vegna þess að ég sá grein um merkilega menn sem notuðu allir rauð bindi. Þá sagði hann mér að íslenski "baddsjélorinn" notaði rautt bindi, og ég tók þá eftir því að Robbie Williams var ekki með rautt bindi. Niðurstaðan úr samtalinu, rauð bindi skipta ekki máli og ekki heldur hvað allir hinir halda það skiptir meira máli að vera hress.

Hress og bless,
Lárus Heiðar Ásgeirsson - án bindis

Engin ummæli: