mánudagur, nóvember 07, 2005

ég er í parís að kveikja í bílum

Nei reyndar er það ekki satt og heldur var þetta ekkert fyndið, í rauninni ætti ég að þurka þetta út og skrifa eitthvað nýtt, og þó best er líklegast leyfa þessu að standa og viðurkenna mistökin.
Þetta er ekkert grín þessi staða sem er komin upp í Frakklandi, en líklegast hefur mörgum dottið það í huga að aðstæður sem þessar kæmu upp í innflytjendahverfi í einhverju af stærri löndum Evrópu. Í fréttum í nokkur ár hefur fólk getað fylgst með því hvernig hægri öfgamönnum vex ás megin í þessum sömu löndum og einhver ástæða liggur þar að baki, og líkast til hefur hún verið "falin" og haldið frá stóru fréttaveitunum eða þeir ekki haft áhuga á þessari eymd. Ég veit í rauninni varla hvar er best að byrja til að fjalla um þetta vandamál eða þessi vandamál, því auðvitað eru þeir þættir sem verða að þessu vandamáli samtvinnaðir. Það er ekki nóg að benda á of litla tungumálakennslu, eða of miklar kröfur um að láta af gömlum hefðum þeirra menningheima sem um ræðir. Ætli það sé frekar hægt að horfa aftur til áranna þegar að "gestaverkamennirnir" fluttu, í þessu tilfelli til Frakklands? Varla nema að litlu leyti. Getum við bent á eitthvað sem hefði getað komið í veg fyrir þetta? Sjálfsagt, en breytir það einhverju? Varla, svo að best væri fyrir deiluaðila að horfa til framtíðar og reyna að leysa vandann. Kannski er það samt ekki hægt með eðlilegum leiðum, vegna þess að þeir sem að kveikja í barnaheimilum og strætisvögnum til að mótmæla eru varla mjög meðtækilegir. Líklegast er franski innanríkisráðherrann ekki mikið líklegri til að fram sáttartillögu, enda kallaði hann brennuvargana, hyski sem ætti að hreisa burt eða eitthvað álíka.
Ætli fyrirbyggjandi aðferðir við þessu séu ekki gott menntakerfi og heilsugæsla sem nær til allra, ég held að minnsta kosti að það næði meiri árangri en að senda óeirðalögrelguna á brennuvargana eftir á.

--
Eyrún er að búa til pönnukökur:) - eða öllu heldur því þessi bloggfærsla verður hérna um óákveðinn tíma- Eyrún var að búa til pönnukökur:)

Þær voru góðar og ég ætla að læra,
Lárus Heiðar

Engin ummæli: