miðvikudagur, nóvember 23, 2005

Klemma fyrir rafmangsnúrur

Mig dreymdi elsku besta Cató í gærmorgun, við vorum saman tveir úti að labba og hann var hress. Mér finnst ákaflega skemmtilegt að þessi gamli vinur minn hafi heimsótt mig, það er eiginlega bara fátt sem gæti hafa glatt mig jafn mikið.

Á eftir held ég fyrirlestur í þýskunámskeiðinu um víkinga og Ísland, það verður létt verk og löðurmannlegt. Svo förum við Eyrún í Óperuna og sjáum La Traviata, það verður nú gaman:)

Jólahátíð Íslendinga á eftir að kosta 38,8 milljarða, það verður nú að gefa börnunum i-pod nano og psp-leikjatölvur, hvað er að ykkur? Já eða hinum...

Haldið þið að íslensku olíufurstarnir verði dæmdir? Endilega látið mig vita,
bless takk
froðusnakk,
Lalli

Engin ummæli: