laugardagur, nóvember 12, 2005

vatn og sykur

Kúrdíski samnemandi minn sem ég sagði frá hérna um daginn kom mér á óvart á föstudaginn. Við sátum fyrir utan skólastofuna fyrir tímann og ræddum heimsmálin á bjagaðri þýsku. Umræðan var að mestu um aðstæður Kúrda í Tyrklandi, Írak og Sýrlandi, þá fór hann að segja mér frá undarlegri atburðarrás sem hann olli í fyrrum háskólanum sínum í Tyrklandi. Hann neitaði að samþykkja þá fullyrðingu kennaranns að í Tyrklandi lifði aðeins ein þjóð, hann neitaði því og sagðist vera Kúrdi, ásamt fleiru. Það vakti ekki meiri lukku en svo að í næsta tíma komu Öryggislögreglumenn og handtóku hann og færðu í fangaklefa í háskólanum. Næstu 14 daga fékk hann bara vatn og sykur, og hann var þar til að þýskur mannréttinda lögfræðingur komst í málið of fékk hann lausann.
Ég sýndi þessu mikinn áhuga og eftir tímann bauð hann mér á fund, ég veit ekki hvort ég skelli mér, efast reyndar stórlega um það, en ég á eftir að lesa mér meira til um Kúrda eftir þetta.
Uppreisnarhetja, sessunautur minn?!?

Lalli

Engin ummæli: