laugardagur, mars 10, 2007

ó blogg mitt blogg

Blogg er nördismi, Íslendingar hafa nú, og fyrir nokkru meira að segja, algjörlega misst sig í bloggi. Það virðist enginn geta átt heimasíðu á Íslandi nema hún sé skráð hjá mogga-bloggi, í það minnsta ef einhver á að fara inn á hana. Stjórnmálamenn nýta sér þetta og skrifa um allt og ekkert og sumir leyfa örðum að segja skoðun sína á málinu, en ekki allir. Er það samt tilviljun að enginn málsmentandi Sjálfstæðismaður haldi úti flottri heimasíðu, ok, fyrir utan Björn Marskálk. Annarrs er það bara Eyþór Arnalds sem þótti það nógu mikilvægt til að blogga um að ISG hefði skroppið til Kanarí. En aftur að nördismanum, Íslendingar eru mega-nörd, sem dæmi um það er að ég er Íslendingur og nota orðið mega. Við misstum okkur yfir Rockstar og elskum Evróvisjón, íslenskir íþróttafréttamenn þykjast líka alltaf vera vinir íþróttamannanna. En nóg um það, við erum bara púkó.
-
Áðan sá ég í dagskránni hjá Rúv, Aplasyrpu.. svo kíkti ég aftur og sá að það var Alpasyrpa, það þótti mér leitt.
-
Ég er hress ekkert stress, bless, kex
Lalli

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Já Aplasyrpa hefði verið miklu skemmtilegra.