fimmtudagur, mars 08, 2007

framkallaðu bros fyrir heiminn


Hjartanlega til hamingju með baráttudaginn konur! Bara ef þið hefðuð meiri völd í heiminum, þá væri markt líklega einfaldara. Til dæmis ef fer sem mögulegt er að konur verði í æðstu embættum Þýskalands, Bandaríkjanna, Frakklands og Íslands. Fram-sam-fylking!
-
George Bush er í heimsókn í Suður-Ameríku þessa dagana, Bandaríkjamenn hafa ekki verið óvinsælli í háa herrans tíð. Hugo Chávez kallaði Gogga djöful úr ræðustól fyrir ekki alls löngu, Brasilíumenn ákváðu að fyrst það þyrfti að taka fingraför af öllum frá Brasilíu sem vildu komast til Bandaríkjanna væri best að gera svoleiðis við þá Bandaríkjamenn sem vilja koma til Brasilíu. Mótmæli gegn honum hófust með 6 milljón manna mótmælum í Sao Paulo, samkvæmt því sem ég las á Brasilískum fréttavef áðan. Það er búist við því að hann reyni að hvetja Brasilíumenn til aukinar framleiðslu á Etanóli, framleiddu úr sykurreyr, sem að þeir nota sem eldsneyti. Með því minnka jafnframt viðskipti þeirra við Venesúela, tilgangur þessa hjá Bush er ekki náttúruvernd heldur tilraun til að minnka áhrif Chávez í álfunni. Síðar mun hann fara til Úrúgvæ, Kólumbíu, Guatemala og Mexíkó.
Ef það verður erfitt að verja Bush í Brasilíu veit ég ekki hvernig það verður þegar hann kemur til Kólumbíu síðar í ferðinni, þar sem hann mun leggja áherslu á baráttu gegn kókaínframleiðslu. Það er hættulegt fyrir venjulega ferðalanga að þvælast til Kólumbíu, þá hlýtur jafn óvinsæll maður og Bush að eiga virkilega erfitt að ferðast um, sérstaklega ef hann vill berjast geng þeim sem stjórna helmingi landsins.

Þegar hann kom til Vínarborgar í fyrra vor, voru heilmikil mótmæli, hann stytti dvöl sína um 2 daga vegna þess og hin eiginlega mótmælaganga var í rauninni farin þegar hann var á leiðinni úr borginni. Af öryggisástæðum var þetta gert, enda leynast oftar en ekki mislitir ofbeldissauðir í svona hópum. Eins og kom svo á daginn þegar nokkrir hlupu beint að löggunni þegar að Hofburg var komið og grýttu hana. - Enda er öllum ljóst að lögreglumenn í Austurríki stjórna gangi heimsmálanna.
-
En það er bara að vona að hann komist lifandi frá þessu. Hvað ætli Bandaríkjamenn myndu gera ef Bush yrði ógnað að ráði? Ógnað að ráði, hvað meina ég, það eru 6 milljónir að öskra á hann að koma sér heim núna... Bara vonandi að þetta fari friðsamlega fram, því þessi lönd þurfa ekki á óvild Bandaríkjamanna að halda.. nóg hafa Vesturlönd gert þeim í gegnum tíðina.
-
Annarrs svona í lokin, þá fékk ég 1 einkun í tímanum sem ég átti eftir að fá einkun úr. 1 er hæsta einkunin hérna í skólanum, svo að ég fékk 10!

Lalli

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Neinei, hvar er ég lentur? Það er augljóslega allt of langt síðan ég kom hingað. Lárus, þér líkar mér við! Andskoti er mig farið að lengja í að sötra á eilitlu viskíi með þér. Tja...segjum þú og atli að dreypa á eðalviskíi og ég læt svo loks tilleiðast, eftir að hafa skellt í mig fullt af rommi. Oh, mig langar svo að faðma þig!