miðvikudagur, mars 21, 2007

umhverfið, alheimurinn og litli ég

Ég veit ekki hvort mér leyfist að skrifa um umhverfismál, hvað þá heldur reyna að halda því fram að ég sé umhverfissinni eða hafi almennt gaman að útiveru í náttúrinni. Það sem setur mig í þau spor að fá líklega ekki leyfi fyrir þessum skoðunum mínum, hjá þeim sem líklega lesa ekki bloggið mitt, er afstaða mín gagnvart Kárahnjúkavirkjun. Ég er s.s. hlynntur henni, ég veit að hún skemmir landið sem hún er á og setur ör á einn stað á Íslandi. En að mínu mati eru kostirnir fyrir Norðausturland einfaldlega fleiri. Þýðir þetta að ég sé ósjálfkrafa hlynntur öllum örðum virkjunum og álverum á Íslandi, nei engan veginn. Raunar held ég að núna sé fínt að staldra við, enda megum við varla menga meira samkvæmt Kyotobókuninni. Engu að síður þá er ég umhverfissinni og sem slíkur leiðist mér hryllilega umræðan um umhverfismál sem að ein og sér dóminerer allt annað á Íslandi í dag. Hún snýst um virkjanir og álver. Raunverulegar ógnir við heiminn, s.s. hlýnun jarðar fær varla að komast að, eyðing regnskóga ekki heldur, nei vatnsaflsvirkjanir. Fyrir mér eru umhverfismál, eins og flest öll önnur mál, alþjóðlegmál. Ef við á vesturlöndum myndum draga úr notkun einkabíla og minnka orkunotkun við t.d. upphitun húsa, einangra þau betur og nota minna gas. Á sama tíma og við myndum fella niður skuldir þriðja heimsins og aðstoða þar með þær þjóðir við koma sér upp betri aðstæðum gætum við breytt miklu. Því að fátækt þeirra gerir það að verkum að þau taka ekki þátt í baráttunni, þau hafa um annað að hugsa. Þetta myndi samt ekki leiða til kreppu, í fyrsta lagi hafa hagfræðingar svör við því þeim vandamálum sem upp gætu komið og með samstöðu gætum við tekið á þeim. Í hnattvæddum heimi getur ekkert eitt land sama hversu lítið eða stórt það er tekið einhliða ákvarðanir.
Heimurinn er langt því frá að vera jafn hættulegur og sumir á Íslandi virðast halda. Sameiginleg mynt Evrópu myndi ekki drepa Íslendinga, raunar las ég það í dag hjá Ásgeiri Jónsyni hagfræðingi að mikill meirihluti gjaldmiðla hafi verið gengistengdur við gull í upphafi 1900. Alþjóðleg samvinna á aðeins eftir að aukast, það þýðir ekki að ætla sér hvert í sínu eigin horni að hugsa um sín mál og þá lenda þjóðir heimsins í því að finna allar upp hjólið trekk en engin þeirra getur einbeitt sér að einhverju nýju. Til dæmis eyðum við Íslendingar/Evrópubúar (sumir) tíma og peningum í grænmetisrækt í gróðurhúsum, með að fólki í sólríkari löndum kemur sínum vörum ekki á markaðinn því hann er verndaður.
Vestur-Evrópu hefur aldrei vegnað betur en þau 50 ár sem hún hefur í sameiningu reynt að vinna úr sínum málum, auðvitað er Evrópusambandið ekki fullkomið, þess vegna er alltaf hægt að bæta það.
-
Til þess að geta skrifað lengra um þetta þyrfti ég að fara í hagfræði og tíminn minn "Politik und Ökonomie" byrjar á föstudagin... og núna er ég að fara (og ætti að hafa verið) að vinna í fyrirlestri fyrir kúrs um Kyn í Alþjóðasamskiptum.

kv.
Lalli

p.s. myndir úr hjólatúrnum okkar eru á myndasíðunni okkar Eyrúnar.

Engin ummæli: