miðvikudagur, mars 14, 2007

Skólinn er hafinn og hafið er ekki hér

Skólinn kominn á fullt, mér líst eins og alltaf í upphafi önnin líta einstaklega vel út. Ég er í þremur tímum um Evrópusambandið, einum um stjórnmál og efnahag, áfanga um kyn í alþjóðasamskiptum, svo er áfangi um Öryggis- og samvinnumálastofnun Evrópu og Politikfeld analyse.
-
Svo er hausinn minn að fyllast af kosningaáróðri handa lesendum mínum. En ekkert ykkar telst til íhaldsmanna, svo að þið eigið öll eftir að kjósa Samfylkinguna 12. maí. Ekki nema einhver lesenda minna þrái ríkisstjón þar sem alþjóðlegsamvinna yrði skammaryrði og tal um jafnrétti myndi ekki komast að fyrir netlögreglu og tilraunum til að skilgreina klám og síðar sannfæra þá sem eru ósammála um að þeir séu hálfvitar. Nei, kæru vinir, ég veit að þið viljið það ekki.
-
kv.
Lalli

p.s. kanski skal ég vera málefnalegri næst. En ég læt Árna Pál Árnason um það í bili.

2 ummæli:

Óli Sindri sagði...

ég þrái ríkisstjórn sem mætir í törtles búningum á þing.

Nafnlaus sagði...

Hah! ógeðslega væri það næs, þingmenn í törtles búningum! Annars finnst mér alveg djöfullegt að vera ekki á landinu þegar kosningar fara fram, því þá lendir maður alltaf í einhverjum leiðindagaukum sem halda að þeir séu að ræða stjórnmál af viti en eru í raun bara að æla á bak við nætursöluna. Svo væri líka næs að fara í eurovision/kosningapartý, ætli það hafi verið haft samráð um þetta?