mánudagur, mars 05, 2007

tekinn í misgripum


Vín. AP.
Íslendingafélagið í Vínarborg hélt sitt árlega þorrablót á góu á síðastliðinn laugardag. Blótið fór fádæmavel fram og annað eins hrútspunga- og sviðakjammaát og brennivínssvolgr hefur ekki áður þekkst utan landhelgi Íslands. Skemmtun kvöldsins fólst helst í því að eilítið ölvaðir söngvarar klöppuðu hvern annan upp og létu félaga sína syngja óæfðar aríur. Þegar tenórinn Snorri Wium var kallaður upp í annað skipti ákvað hann að láta ekki leika svo auðveldlega á sig og hnippti í öxlina á unga gullbarkanum og stórsöngvaranum Lárusi Heiðari Ásgeirssyni. Einar Guðmundsson bað Snorra um að synga "O sole mio", til að kynna Lárus fyrir áhorfendum eða til að koma honum í vandræðalega stöðu ákvað Snorri að láta Lárus fá hljóðnemann í augnarblik áður en lagið hófst. Þá komst upp um misgripin, Snorri hafði farið mannavilt og dregið með sér stjórnmálafræðinörd í stað óperusjarmatrölls. Allt kom fyrir okki og gítarspilið hófst og Snorri byrjaði á línunni "ó sóle mínó" sem hvert mannsbarn þekkir og kláraði það með sóma, að því loknu rétti hann Lárusi hljóðnemann og gerði Lárus sér þá lítið fyrir og samdi nýjan texta " ó snorri wium" og við rífandi fögnuð samlanda sinna, sem hvorki héldu vatni né brennivíni yfir dýrðinni.
-
Ég vona að þetta sé rétt haft eftir AP fréttastofunni
Kveðja, látrungs Lalli

1 ummæli:

Óli Sindri sagði...

Gott að geta treyst á að La-rusl flytji manni svona fréttir. Bölvaðir fjölmiðlarnir hérna heima virðast hafa svikist um að pikka þessa stórfrétt upp frá AP. Gleðilega þorragóu, kappi.