föstudagur, mars 02, 2007

Kosningar eftir 73 daga


Ég bætti við nokkrum góðum tenglum á bloggið mitt, ég á eftir að fjölga þeim eftir því sem nær dregur að kjördegi. Í dag þá mæli ég sérstaklega með grein eftir Róbert Marshall og svo líka greininni eftir Hallgrím Helgason sem ég sagði frá í gær. Það er nefnilega grafalvarlegt mál ef að frjálshyggjuflokkunum með græna fálkann og grænu kindina verði ekki refsað fyrir að hafa misþyrmt íslensku velferðakerfi undanfarin ár. Þar að auki drógu þeir nafn Íslands í stríð, sem enn í dag nokkrum árum eftir að Bush sagði því lokið með sigri geysar af krafti.
Ég hef reyndar ekki áhyggjur af því að Samfylkingin fái ekki góða kosningu og enn minn áhyggjur eftir að Jakob Frímann gekk úr flokknum (!)(lol), í staðinn fyrir fornmæltann frum-stuðmann fengum við kröftugasta borgarfulltrúa VG í Reykjavík í tíð R-listans.
Síðustu skoðanakannanir á auðvitað að taka alvarlega, en Samfylkingin réttir úr kútnum, VG aftur á móti er að tapa grænasjarmanum og eftir standa Óli kommi, Steingrímur J., Ragnar Skjálfti, Kolbrún Halldórsdóttir í gamal dags baráttu fyrir afturhaldi. VG er nefnilega hvorki framsækinn né opinn og frjálslegur, heldur flokkur sem að sér alltaf bara eina lausn og eina leið til að leysa vandamálin, sína leið.
Heimurinn er bara ekki svo einfaldur og fólkið er jafn margbreytilegt og það er margt.

Lalli ..... kominn í gír;)

Engin ummæli: