fimmtudagur, mars 01, 2007

kaffibolli og ritter sport


Ljómandi! Við erum aftur komin til Vínar og Eyrún fór í fyrsta tímann sinn í dag og ég var að skrá mig í þá tíma sem að ég vil fara í áðan. Einhverja tímana mun ég sitja í þessari fallegu byggingu á myndinni. Skildufög sem ég ætla að taka á þessari önn eru Stjórnmál og Hagfræði, Austurríki og EsB - bæði grunnkúrs og fyrirlestur, Samanburður stjórnmálakerfa - líka grunnkúrs og fyrirlestur. Svo skráði ég mig í tíma sem fjallar um kyn í alþjóðasamskiptum og annan sem að fjallar um OSCE. Svo tek ég líklegast tvo fyrirlestrar áfanga í viðbót, ef að eitthvað vantar uppá eða ég fæ ekki pláss þar sem ég vil vera.
-
Reykjavíkur ferðin var fín, það var gott að hitta alla og gaman að komast óvænt í afmælið hans Heimis á föstudaginn. Laugardagurinn var svo undirlagður fyrir útskriftarveislu frá 16-04:) við Eyrún vorum því skiljanlega þreytt á sunnudaginn, en mamma og pabbi fóru með okkur á sögusýningu Landsbankans og svo á Listasafn Reykjavíkur og því næst í pönnsur til ömmu. Það hressti okkur við.
-
Páfagaukurinn brjánsi er bjánalega blár blúndubani belgtroðinn af blammeringum brasilískum bambusveiðistöngum og kjúkklingabrjóstum.

Ekki reyna að verja það andskotans fífl!
-
Annars langar mig að benda ykkur á grein sem að Hallgrímur Helgason skrifaði og er á heimasíðunni hans. Hann kann að koma orðum á blað sá skallakrati, það er gott að hann skuli vera í réttu liði. Greinin heitir Hið karlæga kvenelti og Hallgrímur á þar marga góða spretti.
-
Tjá
Lalli

Engin ummæli: