mánudagur, mars 19, 2007

góð helgi, yndislegur sunnudagur, erfið skólavika, ljúft líf,

Síðasti sunnudagur var ljómandi fínn, í alla staði. Við Eyrún vöknuðum á góðum sunnudagstíma, ekki of-sofin og ekki van, bara alveg passlega. Jón kom til okkar með Semmel (rúnstykki) og smjör, við fengum okkur soðin egg, tvo kaffibolla, lýsi, góð semmel, vítamín, appelsínusafa og síðast en ekki síst þá bakaði Eyrún kanilsnúða (umm). Svo héldum við af stað á hjólunum okkar og hittum Kristínu, sem að var við það að verða morgunhress, hún leigði sér hjól og kom með okkur í leiðangur. Við hjóluðum eftir Donau Insel meðfram borginni í dágóða stund en skiptum yfir á meginlandið til að komast meðfram Kalinberg og til Klosterneuburg. Þar sem við gæddum okkur á snúðunum og öðru góðgæti. Hjóluðum svo til baka inn í borgina aftur og stoppuðum næst við fallega brú, sem að sást í kærustuparamyndinni "Before Sunrise". Eftir hjólatúrinn elduðum við svo hörkufínt pasta saman og til þess að fullkomna daginn fórum við á jasstónleika, með hljómsveitinni Kelomat. Mjög snjallir spilarar, sem að léku sér mikið með tónlistina sína og tóku hlutunum ekki alvarlega, en voru samt ekki með óþarfa fíflaskap. Eftir að hafa tekið nokkur frumleg/nútíma jasslög, með tilheyrandi ískrum í blásturshljóðfærunum kölluðu þeir vin sinn inn á sviðið. Hann var með gervikúk á hausnum og kallaðist á við saxafóninn. Það er ekki á hverjum degi sem flinkur tónlistarmaður (saxófónleikarinn) kallar aula upp á svið til sín með gervikúk á hausnum til þess að herma eftir hljóðunum sem hann framkallar. Í laginu sem þeir léku eftir uppklapp fór trommarinn svo á kostum, skipti um tónlistarstefnur á nokkura sekúntna fresti: leiddi hljómsveitina á ca. 2 mínútum úr nútímajassi, yfir í brjálað fönk og hiphop sem síðan fór yfir í argasta rokk og að lokum lentu þeir í mjúklega hefðbundunum jassi þar sem lagið einfaldlega dó út....
Snilld.
Alltaf gaman að eiga góðan dag og leyfa náttúrinni, gróðri, vindi og veðri sem og mönnunum sjálfum að hreyfa við manni.
Ég sofnaði sæll og glaður í gærkvöldi.
-
Seinna skal ég blogga um pólitík, skóla, vandamál heimsins, illsku og heimsku mannanna. En eftir að hafa séð gaur með kúk á hausnum jassa, er ég bara of hress.
-
svo verður líka nóg að gera í skólanum á þessari önn, sem ég virkilega fíla...
kveðja,
lalli (ekki með kúk á hausnum)

1 ummæli:

Óli Sindri sagði...

Djass er yndislegur. Ég get rétt ímyndað mér að að viðbættum hauskúk sé hann jafnvel guðdómlegur.

Mér fannst ég staddur í Enid Blyton bók við lestur þessarar færslu.