mánudagur, maí 01, 2006

120.000 manna útifundur!

Þessi langa helgi er búin að vera dásamleg hjá okkur í Kupkagasse, við höfum farið í göngutúra í rigningu en annarrs höfum við verið heima og tekið því rólega, eldað góðan mat og horft á dvd. Á milli þessara ánægjustunda hefur Eyrún farið á kostum í vefsíðugerð og ég hef tjáð gremju mína varðandi 1.maí á Akureyri.
Ég vaknaði klukkan 08 í morun og heyrði strax í trumbluslætti inn um gluggan, svo ég bjóst við mannfjölda fyrir utan dyrnar mínar. En svo var nú ekki, ég missti greinilega af kröfugöngunni, enda vissi ég ekki af henni og gat því ekki mætt í hana. Ég gekk svo rösklega að ráðhúsinu í Vín og beið Jafnaðarmannanna, sem brátt komu í tugþúsundatali úr öllum áttum og af öllum stéttum. Skreittir fánum og kröfuspjöldum auk fjölda lúðrasveita og trommara. Þáttakendur í göngunni skiptu sér upp í fylkingar(félag járniðnaðarmanna sér, socialnemar osfrv.) og gengu þannig saman í hópum framhjá ræðupallinum þar sem kröfur þeirra voru lestnar upp. Undirlokin fluttu svo borgarstjórinn og formaður SPÖ ávörp. Þegar kröfugangan var búin var sólin farin að skína í Vín og fólk fór á "Rauða markaðinn" sem komið hafði verið upp hjá Burgtheater.

Eyrún var núna komin til mín og við fórum í aukakröfugöngu áleiðinni heim og hlýjuðum okkur svo með góðu kaffi í kotinu okkar.

Hoch 1.mai!
lalli

Alþjóðasöngur Verkalýðsins

Fram, þjáðir menn í þúsund löndum,
sem þekkið skortsins glímutök!
Nú bárur frelsis brotna á ströndum,
boða kúgun ragnarök.
Fúnar stoðir burtu vér brjótum!
Bræður! Fylkjum liði í dag -
Vér bárum fjötra en brátt nú hljótum
að byggja réttlátt þjóðfélag.
þó að framtíð sé falin,
grípum geirinn í hönd,
því Internationalinn
mun tengja strönd við strönd

Á hæðum vér ei finnum frelsi,
hjá furstum eða goðaþjóð;
nei, sameinaðir sundrum helsi
og sigrum, því ei skortir móð.
Alls hins stolna aftur vér krefjumst,
ánauð þolir hugur vor trautt,
og sjálfir brátt vér handa hefjumst
og hömrum meðan járn er rautt
þó að framtíð sé falin o.s.frv.


Vér erum lagabrögðum beittir
og byrðar vorar þyngdar meir,
en auðmenn ganga gulli skreyttir
og góssi saman raka þeir.
Nú er tími til dirfsku og dáða.
Vér dugum, - þiggjum ekki af náð,
Látum bræður því réttlætið ráða,
svo ríkislög vor verði skráð.
þó að framtíð sé falin o.s.frv.

Höf.: Eugén Pottier
Þýðing Sveinbjörn Sigurjónsson

Engin ummæli: