fimmtudagur, maí 25, 2006

supernörd

Það er líklegast satt hjá Ella um daginn að hérna þýðir ekkert fyrir mig að predika um illsku Íhaldsins. Þar sem lesendur mínir eru fullkomlega færir um að átta sig á henni. Ef til vill vegna þess að ég skrifa sjaldnast um annað. Stundum eru bloggin mín ok og hressandi, en aldrei eins og þeir sem blogga best, segja eitthvað fyndið og frumlegt og búa til skemmtilega lista og eru svakalega kúl. Ég veit að ég er ekki svakalega kúl svo ég reyni ekki að vera það á netinu. Stundum reyni ég að vera kúl fyrir Eyrúnu, en það endar oftast í nördisma, þar sem ég sýni henni annað hvort nýtt trix sem ég var að búa til (sem er bara eitthvað bull) eða dansa eins og kjáni við hressandi tónlist. Þegar ég hugsa um það þá minni ég líklegast á karldúfu í tilhuga dansi, fátt hallærislegra. Ég hugsa að dúfur séu þau dýr sem verst fara útúr velmengunar sjúkdómum okkar tíma. Enda þurfa þær ekkert að hreyfa sig og lifa á McDonalds afgöngum og lifa í skítugum miðbæjum. En ég er samt ekki svoleiðis, enda á ég hjól og elda hollan mat á kvöldin.
Lifið heil, og hvað sem þið gerið ekki setja x-við D! Ég mæli sjálfur með S-i
Lárus(l)

Engin ummæli: