miðvikudagur, maí 24, 2006

bleikar sauðagærur

Það er rosalega mikilvægt að maður trúi því að maður geti gert hlutina sem maður ætlar sér. Það er einnig rosalega mikilvægt að maður geri eitthvað í því sem kemur manni á þann stað að hlutirnir séu framkvæmanlegir. Þess á milli er mikilvægt að slappa af. Því næst hugsa um hlutina. Þá kanski skilur maður þá nógu vel til þess að geta framkvæmt hugmyndina.
-
Ég held að Sjálfstæðismenn hafi hlerað símann hjá veðurstofunni og frétt af þessu kuldakasti sem átti að koma rétt fyrir kosningar og þessvegna skellt sér í bleika sauðagæru, svona til að verjast hretinu.
Undarlegt samt hvað þeim virðist þykja eðlilegt að hlera síma hjá fólki sem var með ólíkar skoðanir. Setja það fram eins og það séu rök fyrir pólitískum njósnum að viðkomandi aðilar hafi verið á móti NATO. Það er nú bara ekkert eðlilegra en það í lýðræði að einhverjir séu með aðrar skoðanir, en ekki þykir Íhaldinu það, best að njósana bara um þá. En það eru einmitt svona gaurar sem klæðast bleiklitaðri sauðagæru þessa dagana 0g þeir fara úr henni um leið og kjörstöðum lokar.

lalli

Engin ummæli: