föstudagur, maí 19, 2006

bara fyrir lúða

Í gærkvöldi komu saman í Vínarborg ungir Íslendingar, sem gátu vart beðið eftir að sjá íslenskt spaug sent frá Aþenu í gengum tyrkneska sjónvarpstöð. Allir vita hvernig sjóferðin endaði, frumlegasta skipinu var sökkt af pú-skotum skilninglausra Evrópubúa.
Mér skildist að Silvía Nótt hafi sagt í viðtali eftir keppnina að keppnin væri bara fyrir lúða og þess vegna ættu íslendingar ekki að taka þátt. - Það er nú alveg ýmislegt til í þessu. Reykjavík á víst að vera ein svalasta borg í heimi og ég las það meira að segja síðast í dag í viðtali Der Standard við Hallgrím Helgason og fleiri, að Reykjavík og Ísland væri töff (tremma í hel?). Kanski er það bara málið, við eru töff og misskilin. Eyrún var svo að lesa áðan viðbrögð Íslendinga við þessum heimsögulega atburði, þar komu svör eins og: "Hún sýndi keppninni óvirðingu" og "hverskonar landkynning er þetta eiginlega?" - Hei, þetta er Júróvísjón og það þarf nú varla að sýna söngvakeppninni virðingu og þó að einhverjir hafi misskilið brandarann, þá þurfum við ekkert að skammast okkar. Svo er að mínu mati skárri landkynning að senda grínista, leikara, lífvörð og Siggu Beinteins út í heim að skemmta sér og okkur, heldur en að senda bimbó sem kemur fram á nærfötunum og talar endalaust um hvað allt í heiminum sé frábært.
Við erum bara misskilin og afrekin okkar eru ekki virt af verðleikum hjá frændþjóðum okkar á meginlandinu. Sama hvað við reynum að kaupa mörg misheppnuð fyrirtæki hjá þeim og gera þau góð, sama hvað við sendum góða tónlistarmenn að spila fyrir þá, þá eru þeir bara púaðir niður og gert grín að fötunum þeirra og sama hvað við reynum í alla staði að vera hress, þrátt fyrir að vera öll bullandi þunglynd 9 dimma mánuði á ári. Þá vilja þeir bara ekkert með okkur hafa og tala oftast bara um Víkinga þegar þeir hitta okkur.
Við erum bara öðruvísi lúðar, íslenskir lúðar. Með auðsæranlegt sveitastolt og okkar hrútar og hryssur eru alltaf flottust.

íslárus

Engin ummæli: