fimmtudagur, maí 04, 2006

alltaf eins

Las það í dag að kvennréttinda félög á Íslandi væru að mótmæla vændi í þýskalandi, sem n.b. mun aukast á meðan HM er í sumar. Einhverjum körlum þótti þetta óþarfa hnýsni og undruðust að konurnar hefðu ekki setta þetta fram fyrr, en hvernær er betri tími en þegar augu heimsis beinast til Þýskalands. Eggerti Magnússyni þótti líka ömurlegt að fá ráðleggingar frá Kirkjunni sem hann sagði að ætti fyrst að líta í eigin barm. Hérna í Austurríki var um daginn skrípamynd af formanni SPÖ og formanni ÖVP, það er nú ekki frásagnarvert nema vegna þess að þeir voru einmitt báðir með fötur af skít á hausnum og bentu á hvorn annan.
Svo var á mbl.is sagt frá því hvernig Seðlabankinn liti á efnahagsmálin heima á Íslandi. Þar kom Davíð fram og lagði fram tillögur og bað ríkisstjórnina vinsamlegast að gera eitthvað. Einhver skítalykt af því líka. Að maðurinn sem stjórnaði Íslandi í rúman áratug og tók ákvarðanirnar sem leiddu til þessa ástands, standi núna illa lyktandi í öðru húsi og bað menn að moka úr skítabingnum sem hann skildi eftir sig.
Að lokum, Þorsteinn Gylfason skrifaði grein í Fréttablaðið þar sem hann gaf það í skyn að ráðning Davíðs í stöðu Seðlabankastjóra, hefði ekki einu sinni gengið í gegn í spiltustu Afríkuríkjum. Reyndar fannst mér eins og ég hafi áður lesið svipaða grein eftir hann, eins og einhverjir hafa líkast til lesið svipað blogg eftir mig.
--
friður,
lalli

Engin ummæli: