fimmtudagur, maí 11, 2006

surlaw eht ma i

Las það áðan að núna væri það fólk sem ákveður hvað það les og hvað það telur fréttnæmt en ekki ritstjórnir fjölmiðlanna, vegna þess að maður sækir þær fréttir sem maður vill lesa á netinu. Jú, auðvitað les maður ekki það sem maður hefur ekki áhuga á að lesa, en það hefur fólk alltaf gert. Núna eyðir maður meiri tíma í að athuga hvort vinir og kunningjar skrifi eitthvað sniðugt, en sjaldnast er það fréttnæmt, merkilegt eða þessháttar. Það sem helst hefur breyst er að núna les maður fréttirnar styttri og í copy/paste-stíl og oftar en ekki virðast þær eftir óreyndari eða "lélegri" blaðamenn, að minnsta kosti er á hverjum degi hægt að sjá fréttir sem eru með heimskulegum villum. Eins og að setja sama textann tvisvar inn eða svoleiðis, það myndi enginn maður skrifa svoleiðis. Ekki það að þetta trufli mig eitthvað mikið, núna les ég bara í staðinn, Fréttablaðið og Moggann og mbl.is, visi.is, ruv.is, diepresse.com. Svo að ég les sömu fréttina frá Reuters á sex mismunandi stöðum og á bæði þýsku og íslensku, ég bæti svo við enskum news.bbc.co.uk og globo.com.br ef ég er í stuði.
Hvernig væri að ég færi að skoða eitthvað annað á netinu, annars enda ég eins og hver? Tja ég veit það ekki ég þekki engan annan sem geri þetta...

annars fór ég í klippingu í gær.
lalli

Engin ummæli: