sunnudagur, maí 21, 2006

pólitík

Er það ekki skrítið hvað Sjálfstæðisflokkurinn er með mikið fylgi í skoðanakönnunum út um allt land? Finnst ykkur það ekki vera undarlegt? - Flokkur sem að setur það fram í stefnuskrám sínum að ekkert sé eðlilegra en að einkavæða skóla, leikskóla, elliheimili, sjúkrahús, ungliðarnir þeirra setja það fram að ekkert sé eðlilegra að sveitarfélögin komi ekki að menningarstarfsemi. Samt tala þeir ekki svona, þeir ræða mest um að hugsa þurfi um gamla fólkið og leikskólabörn, en svo eigi að losa foreldra þeirra undan "skattpíníngu". Hvernig á að hugsa um aldraða og skólafólk ef að við leggjum ekki öll saman í púkk til að reka þær stofnanir sem að eru til þess gerðar? - Þetta er auðvitað ekkert nema hræsni að halda því fram að lausnin á vandamálunum sé "frelsi" til að borga sjálfur fyrir þessi grunnþjónustu! Lausnin felst í því að við hjálpumst að og hugsum um náungann og þar með okkur sjálf. Orðið samfélag felur það nú einu sinni í sér að við erum saman í félagi, sem við viljum gera sem best fyrir alla. Flokkar sem að vilja ekkert frekar en að einkavæða grunnþjónustuna okkar eru ekki að því til að bæta lífið fyrir alla, heldur gefa fáum tækifæri til þess að frá forskot í kapphlaupi þar sem allir eiga að eiga sama rétt.
-
Annarrs fórum við í Tívolí í gær, það var afbragð!

Kveðja Lalli

Engin ummæli: