þriðjudagur, maí 16, 2006

hér er næs, ógeðslega næs

Laugardagurinn síðast var ljúfur, sem geit. Við vöknuðum snemma og fórum ásamt öðrum Íslendingum í rútuferð á hestabúgarðinn Stefanshof (var það ekki?). Þar sem ungir og gamlir fengu að stíga létt á bak á nokkrum af þeim 70 íslensku hestum sem þar eru. Við gengum svo upp á hól þar rétt hjá þar sem mannvistarleyfar frá því á steinöld hafa fundist. Á hólum var fallegt útsýni og nokkrir virtust vera í húsbyggingarhug, það má alltaf bóka að Íslendingar sjái framkvæmdatækifæri þar sem þeir stoppa. Um hádegisbilið fengum við okkur bita og dreyptum á víni beint frá vínbónda í nágreninu. Vínið var hreinasta afbragð, við Eyrún keyptum eina flösku til að eiga á einhverjum góðum degi bráðum. Þegar við komum í bæinn settumst við unga liðið á pöbb og fengum okkur eina kollu áður en við héldum í Karokie - sem var ótrúlega hressandi hreint. Að loknu þessu löbbuðum við Eyrún heim, enda vorum við búin að fá okkur meira en fjögur rauðvínsglös og því ekki í standi til að keyra, og að auki eigum við ekki bíl.
-
Það er í það minnsta ein áhrif sem að hrakfarir Eyþórs gætu haft á aðra en Sjálfstæðismenn í Árborg, núna er hægt að fara á fullt skrið með herferð gegn ölvunarakstri. - Það er fyrir augum okkar dæmi um það hvernig er hægt að klúðra málunum með svoleiðis asnaskap, en þetta dæmi er lítilvægt vegna þess að enginn slasaðist eða lést. Hefur einhver labbað skakkt þegar hann hefur fengið sér örlítið of mikið í vinstri tánna? Flestir sem lesa bloggið mitt eru líklegir til þess, ásamt mér. Treystir einhvert ykkar ykkur til þess að keyra bíl á 50-100 km/hraða í því ástandi? Þetta er með því heimskulegasta sem fólk getur gert. - Svo við tölum nú ekki um mann sem er 10 dögum frá því að verða bæjarstjóri í örtstækkandi bæ, síðasta könnun sagði að Íhaldið hefði 51% þar. Úbbs.
-
Ég er bara búinn að fylgjast með þessu á netmiðlunum og sjá Kastljós viðtalið, þeir eru ekkert mikið að þjarma að honum. Enda kanski ekki ástæða til, atvikið dæmir sig og ökumanninn sjálft. Þetta veltir upp mörgum spurningum, t.d. hvort kjörnir fulltrúar eiga að vera "fullkomnir", eða hvort strangari reglur þurfi fyrir þá. Þegar við veljum okkur fólk í störf á vegum okkar, hversu mikils megum getum við ætlast til af þeim. - Fyrir og svo eftir kosningar. Er bæjarfulltrúi, bara fulltrúi bæjarins á meðan að hann er á fundi?
En annarrs þykja mér íslenskir fjölmiðlar vera ósköp ljúfir eitthvað undanfarið. Það vantar alltaf að þeir spyrji spurninganna sem að gætu komið einhverju af stað, opnað á eitthvað nýtt. Þeir taka allt of oft svörum viðmælandann sem sjálfsögðum hlut. - Vantar alltaf, en sorry, þetta meikar bara ekki sens hjá þér! (Svona fyrir utan DV, sem að spyrja líklega sjaldnast spurninga, bara skjóta)
-

Við keyptum hjól í dag og það meikar alveg sens fyrir mér!
Lalli

Engin ummæli: