föstudagur, október 14, 2005

þegar krummi svaf í klettagjá

Varð hissa í gær eftir að ég las brot úr ræðu Davíðs Oddsonar sem hann flutti við setningu landsþings Sjálfstæðismanna. Hvað var maðurinn að pæla? Svona algjörlega einlægt og spauglaust spurt. Hann er ekki lélegasti ræðumaður í heimi og á það til að vera hnittinn en afhverju ákvað hann að "enda" sinn pólitískaferil svona? Var blessaður karlinn búinn að telja of oft upp öll þau skipti sem hann hefur íklæddur skikkju og rauðum nærbuxum, einn síns liðs bjargað þjóðinni frá hungursneyð, frjálsum fjölmiðlum og ódýrum kalkúnalærum? Ég efast stórlega um það að allir hafi mætt á landsfundinn til þess að heyra fimmaura brandara og útúrsnúninga á málum sem ennþá eru í fullum gangi.

Ummæli eins og þessi eru nákvæmlega það sem fólki finnst leiðinlegt við íslensk stjórnmál, þegar að stjórnmálamenn bulla í staðinn fyrir að tala um staðreyndir. Davíð hefði til dæmis geta sagt, nei það skiptir í rauninni engu hvað hann hefði sagt. Annað en að 99% þess sem kæmi frá flokki á Íslandi væri bull, nú hugsa eflaust einhverjir.. "nú hefur Lalla litla sárnað", nei vitið þið þetta snýst ekku um það. 99% þess sem kemur frá x-D eða Framsókn er ekki bull, þó svo að maður sé ósammála þeim í einhverjum eða flestum tilfellum, gæti maður talið upp jákvæða þætti innan þess sem flokkarnir segja, jú auðvitað. Ég hef líka orðið var við þetta hugarfar hjá Samfylkingar fólki, sem segja að flokkurinn hafi verið stofnaður sem mótvægi við x-D og því megi ekki starfa með þeim, sem segja að Framsóknarmenn séu ekki með stefnu og hoppa uppí hjá hverjum sem er og að VG séu ofstækismenn. Með hverjum á þá að vinna? Ef að allir eru ómögulegir 0g við ein hugsum rétt, hvaða skilaboð er fólk þá að senda?

Það hefði væri best ef að stjórnmálamenn gætu í ræðum bara talað um sinn eigin flokk og sínar eigin skoðanir, í staðinn fyrir að koma með skítkast eða ásakanir um að aðri séu vitlausir. Davíð er samt ekki einn um þetta, íslenskir stjórnmálamenn hafa undanfarið verið upp til hópa arfaslakir, endalaust bull og gróusögur, sem allir bera endalaust út um allt. Lýðræði á ekki að virka þannig að við kjósum og þau bulla, Íslendingar ættu að tileinka sér það að gera kröfur til þess sem stjórnmálamenn segja, og blaðamenn eru oftar en ekki okkar tengiliðir við þá, svo við ættum í rauninni að senda þessi skilaboð til þeirra líka.

Fyrst ég er byrjaður, þá er eins gott að ég hvíli mig aðeins.. En mikið rosalega var þetta nú gott, aðeins að hrista fram út úr mér pólitískarhugsanir.
Annarrs var fínt í skólanum í dag, ég talaði þýsku, ensku, portúgölsku og spænsku (það litla sem ég kann af henni) það var gaman og fólk hló mikið og vel:) Ég sagði þeim meðal annars frá eftirnafnakerfinu á Íslandi, samnemendur mínir og kennarinn urðu mjög undrandi á alvandi fornafnsins í því. Þau urðu svo ennþá meira undrandi þegar að ég fullyrti að ég væri eini Lárus Heiðar Ásgeirsson í heiminum;) Tyrkneski strákurinn varð samt meira undrandi á því þegar að kennarinn sagði að í sumum löndum hefði fjölskyldan borðin nafn móðurinnar, en hann er líka að fasta og er því kanski ekki mjög opinn gagnvart jafn öfgafullum breytingum og þessum.

Bless og takk ef þið nenntuð að lesa allt
Lalli

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég horfði á kosningaræðu Hitlers um daginn, hann gerði svipað og Davíð, úthúðaði öllum hinum og upphafði sjálfan sig. Ekki að ég sé að bera þá tvo saman, Davíð er náttúrulega miklu feitari. Nei hvað! Ekkert illa meint.

Nafnlaus sagði...

Hæ frændi!
Gaman að lesa bloggið þitt (vill sko skemmtilega til að ég er oftast svo hjartanlega sammála þér) og sjá hvað þið eruð að bralla í útlandinu!
Knús og kram frá Sverige,
Elsa Hrund.

larush sagði...

já elli hann er bara miklu feitari:) og elsa svo gaman gaman að heyra frá þér!

Nafnlaus sagði...

mér fannst davíð bara dálítið krúttílegur, finnst hann svona hálf súkkat og rúsínubolla eftir veikindin. ég man þegar þú varst nýkominn heim frá brasilíu og fórst alltaf að rífa kjaft á portúgölsku þegar þú varðst visst fullur, það var frábært. píz át.

Heimir Björnsson sagði...

mér finnst skemmtilegast að það séu ekki bara einn heldur tveir(jafnvel fleiri) þingmenn sem nota kókaín að staðaldri. Ég veit hver einn er því hann reyndi að lemja kunningja minn fyrir utan kaffi akureyri. Með galopin augun og skapheitur mjög þegar strákurinn sagði við vini sína "hey þetta er gaurinn sem skipti um flo**"...en ég vil samt ekki segja nafnið hans því hann gæti kært mig.

Óli Sindri sagði...

Það er nú ekki merki um kókaínneyslu í þeirri ætt að vera með galopin augu.. Nema þá allir í ættinni noti kókaín. Gæti svo sem útskýrt gott gengi í körfuboltanum.