mánudagur, október 31, 2005

laufblöð í baði

Þessi yfirskrift á blogginu nær allt að því að vera eðlileg og í einhverjum takti við veruleikan. Í dag fórum við Eyrún í langan, góðan og skemmtilegan göngutúr. Eftir að við vorum búin í skólanum fórum við í garðinn okkar og lékum okkur að því að fíflast, syngja, sparka í laufblöð og tak myndir, það var mjög skemmtilegt, vægast sagt. Því næst fórum við yfir að Schönburnn Schoss og löbbuðum um garðinn þar áður en við fórum í búðina til að gera innkaup vikunnar.
Í dag er Halloween eða í dag er Hallóvín?

Sjálfstæðisflokkurinn fengi 57% í borginni ef kosið yrði nú, og hinir deila með sér restinni ásamt auðum og ógildum, eðlilega. Um hvað væri samt verið að kjósa þegar að enginn hefur sett neitt fram, jú líklegast fólkið sem er að fara að bjóða sig fram og hugmyndir. Vilja í alvörinni 57% fólks Gísla Martein, nú eða Vilhjálm? Sem hefur í 20 ár verið á lista í borginni en enginn veit hver hann er? Líkast til segir þetta meira um hitt fólkið sem er að fara að bjóða sig fram en þá tvo...
Engu að síður, þá er Gísli varla með næga stjórnunarreynslu til þess að stjóran einu stærsta, ef ekki stærsta fyrirtæki landsins og Vilhjálmur, bíddu hver er það aftur?

Annarrs er líka verið að kjósa annars staðar á landinu, afhverju gerir RÚV, sem stóð fyrir þessari könnun sem ég vitnaði í ekki könnun á Ísafirði eða Höfn í Hornafirði? (Hér forðast ég að segja Akureyri vegna þess að þá verð ég gagnrýndur fyrir kjördæmapot og akureyrarsnobb) Ég man ekki til þess að Ríkisútvarpið hafi velt við mörgum steinum utan höfuðborgarsvæðisins í svona umræðu.

Áðan sat ég og drakk rauðvín (það er frí á morgun) og horfði á Sumoglímu, ég hef áður horft á Sumo og þetta er án vafa eitt albesta sjónvarpsefni sem til er. Hvet alla til þess að skoða hana við tækifæri.

Bless í bili,
Lalli í bala

Engin ummæli: