mánudagur, október 17, 2005

Mánudagur

Í dag er mánudagur og það einhver sá almest mánudagur sem ég hef upplifað lengi, venjulegur skóli, venjulegt veður reyndar var kaldara en venjulega en það gerir daginn bara enn mánudagslegri. Við Eyrún fórum síðan og keyptum straujárn og nál og tvinna, ekkert merkilegt bara hversdagslegt s.s. mánudagslegt.
Það sem gerði skóladaginn eitthvað öðruvísi var þegar að ég var á örlitlu spjalli við sessunaut minn í skólanum og hann sagðist vera fæddur árið 1985. Þetta þótti mér undarlegt svo ég leit hissa á hann og þá sagði hann eða það stendur að minnsta kosti á skilríkjunum mínum, en ég er fæddur 1983! Ha? Ég varð nú alveg hvummsa og spurði hann frekar út í þetta. Þá kom hann víst frá Írak árið 1990 og fór þaðan yfir til Tyrklands og einhverju síðar til Þýskalands og þaðan til Vínarborgar. Afhverju skildi hann samt vera með rangan fæðingardag á skilríkjunum sínum? Getur einhver hjálpað Lalla að skilja það....

Í það minnst ætla ég í tilefni af þessu mánudagslega mánudegi að hætta núna.
Lárus Heiðar fæddur 23.07.83 (eða er það ekki?)

4 ummæli:

Heimir Björnsson sagði...

Ástæðan er einföld.
Hann sofnaði óvart í tvö ár samfleytt og gleymdi að halda upp á afmælið sitt. Konan sem vinnur hjá skilríkjaráðuneytinu(hún heitir Inga) gat ekkert annað gert en að taka tvö ár af honum, því að sjálfsögðu er það lögbrot að halda ekki upp á afmæli. Það sama gildir með að nota ekki punkt til þess að enda setningar. En það skiptir ekki öllu máli því að það er ekki til neitt stafsetningarráðuneyti. Bara skilríkjaráðuneyti.

larush sagði...

takk heimsi, nú skil ég þetta.

Nafnlaus sagði...

Hey, súper blogg. Eitthvað sem ég gæti grætt á. Viltu ekki senda mér pening, Lalli minn?
Ég held að Heimir hafi komið með sýringuna; gaurinn sofnaði. Ég hef enga furðulega né frumlega skýringu á þessa svo ég ætti kannski að gera ekkert og á meðan peningarnir mínir í bankanum vaxa og vaxa ætla ég að hlsuta á gamlar plötur með systur Ingu, Hönnu.

Egill
www.tramplin.tk

Nafnlaus sagði...

besta innsláttarvilla í heimi : "sýringuna" snilld. djöfull er ég samt heppinn að skilríkjaráðuneytið er ekki eins aktívt hérna, hræddur um að það ætti að vera búið að draga af mér nokkur ár.