fimmtudagur, október 06, 2005

hrákadallur ríka fólksins....


Í dag gekk ég um götur Vínarborgar, Eyrún var dugleg og fór snemma í skólann, en ég kúrði í 30 mín í viðbót og fór svo á fætur. Las féttir og hlustaði á tónlist. Svo gekk ég af stað, fyrst stoppaði ég á Starbucks, ég nennti ekki að leita að örðu kaffihúsi, svo ég fékk mér bara stóran bolla. Las og ætlaði að læra mikið í þýsku, en tók óvart hljómfræði bókina hennar Eyrúnar í staðin fyrir málfræði! Skrambans ólukka. Eftir það ákvað ég að labba niður í bæ, svo ég gekk heillengi og hafði gagn og gaman af, á göngu minni sá fullt af skrítnum og eðlilegum hlutum. Meðal þess sem fyrir augu mín bar voru Segway hjól (minnar að þau heiti það) og japanskir túristar að taka myndir af japönskum túristum taka myndir... ég var næstum búinn að taka mynd af þeim.

Ég hef í tvígang orðið vitni að því þegar gamlar konur eru pirraðar úti fólk í kringum sig hérna. Fyrra skiptið var í lestinni, þegar lítil taksa frá lítilli japanskri konu datt á fót eldri konu. Sú japanska afsakaði sig í bak og fyrir en allt kom fyrir ekki eldri konan fussaði og sveijaði í nokkrar mínútur á eftir.
Í gær vorum við Eyrún að ganga út götuna okkar þegar að hress krakkahópur mætti okkur, rétt á undan okkur var eldri kona og svo óheppilega vildi til að eitt barnanna rakst í konuna. Hvað haldið þið, konan fussaði og sveijaði alla leið út götuna og alla leið inní kirkju.
Ég vil samt taka það fram að ég hef ekkert á móti konum, ekki einu sinni eldri konum, enda hef ég mest lítið á móti fólki.

lalli mannvinur og göngumaður

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

ég prumpaði í skólanum í dag lalli. annars hefur hann gengið á með skúrum í dag og núna er allt gult úti, því skýin eru gul alveg satt. sorrý að ég sé með svona vitleysu hér lalli en þetta er satt.

larush sagði...

hehe.. prumpa;)

Heimir Björnsson sagði...

hafa þessar tuðgjörnu konur nokkuð prumpað nýlega?

Nafnlaus sagði...

Kannski lastu einhvern daginn færstluna mína um Vínarbúa. Gamlar kellingar eru alltaf ótrúlega pirraðar og ógeðslega dónalegar. Farðu á Genzel Haufer sundstaðinn og troddu þér í yfirfullan strætu með gömlum kellingum og ungum mæðrum með barnakerrum. Það er uppskriftin af mesta dónaskap sem ég hef orðið vitni að!

Lilz.