miðvikudagur, október 26, 2005

húbert himbrimi

Mamma er komin í heimsókn, í gær tók ég mér frí í skólanum til að sækja hana á flugvöllinn. Svo gengum við um borgina fram og til baka og ég reyndi að sýna henni sem mest af fallegum húsum og flottum görðum.
Ég ákvað að skrifa ekkert í tilefni Kvennafrísins á mánudaginn, það vita hvort sem er flestir mína skoðun á þessu máli. Fyrir ykkur sem hugsið núna, hver er hún? Jú auðvitað styð ég baráttu kvenna fyrir jöfnum rétti í hvívetna. Ég kveikti á tölvunni minni í þann mund sem að fundurinn var að hefjast og kom mér vel fyrir með kveikt á beinni útsendingu frá RÚV. Ég var ánægður með mætinguna og að sjá hversu margt fólk var tilbúið að styðja þessa baráttu, en mér fannst baráttuandann vanta. Það eru 30 ár síðan að konur söfnuðust fyrst saman með þessum hætti, það fara að verða 100 ár síðan konur fengu kosningarétt og ennþá, ennþá hefur fullu jafnrétti ekki verið náð. Mér fannst vanta alla frekju og hörku í þennan fund, þetta átti ekki að vera hátíðarsamkoma þar sem því var fangnað að 30 ár væru liðin frá baráttufundi. Það fannst mér að minnsta kosti ekki.
Svo sendu Sjálfstæðismenn skeyti á fundinn og sögðu að sín stefna, einstaklingsfrelsi væri rétta og besta leiðin að kvennfrelsi. Fallega gert af þeim, en er það ekki pínu hræsni? Bara smá? Að mínu mati, þar sem þeir blessaðir karlarnir hafa líkast til einir völdin til að breyta einhverju í þessum efnum, t.d. að afnema launaleynd.

En nóg í bili, við mamma og Eyrún þurfum að fara út að ganga:)
lalli

Engin ummæli: