sunnudagur, október 23, 2005

loftið gervinýra

Í gær fórum við skötuhjúin í IKEA, þessi drauma staður norrænna námsmanna í borg smekklausra sófa sveik okkur ekki og við löbbuðum út með glös, diska og sængur. Þannig að íbúðin er núna tilbúin fyrir komu mömmu:)

Þegar að þeirri ferð var lokið skelltum við okkur í betri gallan og örkuðum af stað í óperuna, við tókum með okkur bækur, enda áttum við ekki miða í sæti heldur biðum í röð eftir að fá stæði. Við fengum miða á Toscu og tókum svo stæði frá með því að binda, annars vegar bindið mitt og hins vegar sjalið hennar Eyrúnar á grindverkið hjá stæðunum okkar. Sýningin var svo algjör snilld, alveg hreint út sagt frábær. Söngvararnir stórgóðir og hljómsveitin mjög flott, reyndar klikkaði sú sem söng Toscu á hæsta tóninum í einni aríunni og upp skar pú! frá nokkrum áhorfendum, en aðrir hrópuðu bravó! svo þetta kom út á sléttu. Í fyrsta hléi fórum við fram og fengum okkur hvítvín með fólkinu í Armani fötunum, slepptum súkkulaði húðuðu jarðaberjunum, en það býður bara betri tíma. Sviðið er líka eitt það flottasta sem ég hef séð í leikhúsi, alveg ótrúlega stórt og sviðsmyndirnar þrjá sem notaðar voru flottar.

Eftir sýninguna fórum við á Salm Brau, sem er hundgamalt brugghús hérna og fengum okkur öl og austurrískan mat. Eftir það vorum við orðin svo þreytt eftir að hafa staðið í heila óperu sýningu að við fórum bara heim í kotið okkar.

Kveðja úr Öl-vín götu
Lalli

Engin ummæli: