þriðjudagur, október 11, 2005

Skólinn er byrjaður!

Fyrstu tveir tímarnir í þýskunámskeiðinu liðnir, tveir dagar og tveir þýsku tímar, samtals fjórar stundir.. ok? Gott, þetta gengur bara ágætlega og er hæfilega krefjandi og ég get staðið mig vel hérna.
Á föstudaginn fórum við á Íslendingakvöld á Universitätsbraü, það var mjög skemmtilegt og margir mættu hátt í 20 manns sem komu og það telst góð mæting hérna, en í allt búa á milli 60-70 Íslendingar í borginni.

Ég varð vitni að skelfilegum hlut á sunnudaginn, aftan á Belvedere, fyrrum sumardvalarstað keisara og prinsa, m.a. Franz Ferdinand, var búið að setja neon-skilti sem myndaði útlínur Austurríkis. Þvílíkt og annað eins, og satt best að segja get ég ekkert meira um það sagt! Myndin hér að ofan er af húsinu sjálfu, en ég vil ekki sýna ykkur neon-skiltið ótilneyddur.


Já svona er heimurinn undarlegur og maðurinn smekklaus.

En núna þarf ég að læra heima í þýsku, en ég lofa sjálfum mér að skrifa eitthvað merkilegra næst.

Lifið heil,
Lalli

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Neon. Úff. Megi þér fara fram í þýskunni. En ég hef nú heyrt að Vínarfólkið tali með skrítnum hreim. En það er nú örugglega bara af hinu góða þarna við Dóná.

Egill
(www.tramplin.tk)