miðvikudagur, október 05, 2005

Tuð

Tuð fylgir öllum mönnum, það að juðast áfram í einhverjum sem oftast nær er smáatriði en skiptir þá, oftast nær þá eina, einhverju örlitlu máli. Flest skrif mín hér eru til dæmis uppfull af tuði, en stundum ekki, studnum tuða ég og stundum ekki.
En fleiri geta tuðað, las til dæmis áðan grein eftir Egil Helgason á vísir.is, þar sem hann gagnrýndi Hringbrautina og fleiri Vatnsmýrarmál í Reykjavík. Ekkert sérstaklega vel skrifuð en innihaldið var samt allt í lagi. Nóg um það, í kjölfar greinarinnar fylgdu stutt skrif frá karlkyns tuðurum sem allir tuðuð yfir því sama, að nú tæki þá lengri tíma að fara í vinnuna. Ég get vel trúað því, en líklegast eru þetta einhverjar 3-5 mínútur sem ferðin lengist um. Ef ég man rétt þá var Hringbrautin færð til að skapa aukið rými til bygginga hjá Sjúkrahúsinu, enginn þeirra minntist á þetta né það að ef byggja á í Vatnsmýrinni þar góðar og greiðar leiðir út úr Vatnsmýrinni.
Annað tuð sem ég tók eftir var frá akureyrska varaþingmanninum Hlyni Hallsyni, þar sem hann sagði frá raunum sínum á Alþingi. Þar sem hann var þvingaður til að vera með bindi, og það ekki einu sinni, neibbs! Tvisvar! Tvisvar sinnum og í fyrra skiptið missti hann af atkvæðagreiðslu vegna þessa. Ef það eru einhverjar reglur, þá fylgir maður þeim. Ef maður er ósáttur á Alþingi, þá safnar maður smá hóp á bak við sig og kemur málinu af stað! Maður tuðar ekki yfir því og mætir svo aftur bidnislaus, þannig breytist ekkert.

Æj, hvað að er gott að tuða smá, þó svo að maður breyti engu.
-Ef ég geri eitthvað skemmtilegt í dag þá bæti ég við bloggið.

lalli...

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þetta var úthugsað PR stunt hjá Hlyni, enda finnst honum ekkert leiðinlegt að vekja á sér athygli. Mér finnst að í kjölfarið á þessari uppákomu ætti alþingi að setja lög sem skilda alla sem heita Hlynur Hallsson til þess að vera ávalt með bindi.