fimmtudagur, október 20, 2005

höfrungar harma hermileiki

Í gær söng Eyrún á tónleikum í skólanum sínum, hún stóð sig frábærlega eins og alltaf. Hún var stressuð fyrir þessum tónleikum vegna þess að kennarinn hennnar hefur verið að kenna henni nýja hluti sem hún var ekki alveg búin að ná. En svo tók hún sig til eins og venjulega og stóð sig frábærlega, var bara best og söngurinn hennar fyllti salinn. Það var mjög gaman að hlusta á hina líka og margir voru efnilegir, en sumir aðeins og ýktir, einbeittu sér meira að því að leika en syngja, þá sérstaklega ein stelpa en hún var í kvöldkjól og var með furðulega leikrænatilburði eða öllu heldur tilraunir.

Mamma kemur í heimsókn í næstu viku, það verður rosalega gaman að sýna henni borgina og allt sem hún býður upp á. Við eigum eftir að eiga nokkra góða daga hérna saman og við verðum á hlaupum um alla borgina, til að sjá sem mest:)

Annars langar mig að biðja þá sem lesa síðuna mína að leita sér líka upplýsinga um jarðskjálftasvæðið í Indlandi og Pakistan. Nú þegar eru 80.000 manns látnir og dánartalan á án vafa eftir að hækka. Einnig vantar 400.000 tjöld fyrir þá sem komust lífs af í hamförunum og standa heimilislausir frammi fyrir ísköldum vetri í Kasmír. Ekki bætir það ástandið að Indverjar og Pakistanar hafa í 15 ár deilt um þetta svæði, en sem betur fer hafa þeir lagt ágreinings mál sín til hliðar og einbeita sér að hjálparstarfinu. Við hljótum öll að geta fundið hjá okkur örlitla upphæð til að auðvelda hjálparstarfið.

Lifið heil,
Lalli

Engin ummæli: