mánudagur, október 03, 2005

Sviðin jörð

Ég tók eftir því þegar ég stóð í langri röð um daginn að margir tóku upp Gsm-símann sinn þegar þeir voru farnir að ókyrrast, litu á hann og settu hann svo með vonleysissvip aftur í vasann eða töskuna. Skrítið hvernig símar eru, þeir bjarga fólki stundum en svo þegar við mest þurfum á þeim að halda, þá heyrist ekkert í þeim og ekkert af númerunum kemur manni framar í röðinni eða getur hjálpað manni. Þeir svíkja eigendur sína á versta tíma. Sem betur fer var ég ekki með minn á mér svo ég varð bara að stóla á sjálfan mig, sem og ég gerði.
Svo sá ég í dýragarðinum hrægamm fá að borða, hann fékk rottu og var að kjammsa á henni þegar að við gengum framhjá. Frekar ömurleg örlög fyrir ógeðis-rottuna, fá að fara í dýragarð og vera étin af hrægammi úr annarri heimsálfu.
Í gær hitti ég líka nokkrar dúfur, eins og svo oft áður, en ég fór að velta því fyrir mér hvort miðbæjardúfur nútímans séu ekki haldnar einhverjum velmegunar sjúkdómum. Þær lifa á frönskum og öðrum skyndibita og hreyfa sig allt of lítið. Það getur ekki verið að þær hafi gott af þessu öllu saman.

Í gær fórum við Eyrún á Kunsthistorisches museum, fyrst löbbuðum við smá hring um egypskar, grískar og rómverskar mynjar. En við vorum í meira skapi fyrir málverk, því töltum við af stað upp glæsileg og massív marmaraþrepin, en safnbyggingin sjálf er listaverki líkust, alveg órtúleg, skreytt frá grunni til rjáfurs. Meðal þess sem sem við sáum voru verk eftir Peter Paul Rubens, Dürer, Rembrandt, Raphael, Caravaggio, Migelangelo. Það eina sem hægt er að gagnrýna er fjöldi verkanna, við urðum ringluð á því að reyna að skoða þetta allt saman og því verðum við eiginlega bara að fara síðar og fara þá ef til vill hægar yfir og skoða allt rólega.
Eftir alla þessa menningu urðum við svöng og vildum endilega reyna að fá okkur kaffi of köku eða eitthvað þess háttar. Undanfarið er ég mikið búinn að breka um Sachertertu á Hotel Sacher, en svo þegar á hólminn var komið flúðum við túristamergðina og fórum bara á venjulegt kaffihús í miðbænum. Þegar að við gengum frá kaffihúsinu hjá Sacher og framhjá andyrinu þá komu nýjir gestir á hótelið, Porsce jeppi, gullúr og allt eitthvað voðalega, hroðalega fínt og flott allt saman.

Bless í bili
Lalli

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hann heitir Paul Reubens og er leikari og pedófíl. Lék t.d. Pee-Wee´s Big Adventure leikstýrðri af Tim Burton.

Nafnlaus sagði...

ha...hver? lalli?

Óli Sindri sagði...

já, þetta er víst orðið opinbert - lalli hefur leikið tveim skjöldum gegnum tíðina, annars vegar sem hinn hægláti og veraldlega þenkjandi lárus sem við þekkjum, og hins vegar sem hinn miskunnarlausi pedó-listmálari PíVí Hermannsson.

larush sagði...

ég var hérna að reyna að deila með ykkur því að ég hafi séð verk eftir mikla snillinga og heiðursmenn og þið gerið ´gys að mér og talið um níðinga!.. (kanski á ég það bara skilið!)