föstudagur, október 28, 2005

Le nozze di Figaro

Stundum hérna í Vínarborg þegar ég hef ekkert að gera. Þegar ég er búinn að læra í þýsku, búinn að fara í búð og búinn að lesa fréttir og Morgunblaðið. Þá fer ég stundum á bloggara flakk, oftast skoða ég það sama og í flestum tilfellum þá skrifa ég eitthvað svipað í comment. Stundum er það eitthvað stutt, jafnvel bara "einmitt", eða "hehe, fyndið þetta með gulu vísnabókina", oftar en ekki er það samt einkahúmur frá mér. Þá er það eitthvað sem mér þykir sniðugt eða fyndið og þar sem ég er ekki um þessar mundir í miklum tengslum við stóran hóp af fólki þá skilja líklegast fæstir commentin. Kanski skilur Eyrún þau ef hún sér þau, en ekki mikið fleiri.
Einhvern tíman verð ég eitthvað annað en námsmaður, jafnvel eitthvað merkilegt eða sem betra er skemmtilegt, það er samt undarleg tilhugsun og ég stórlega efast um sannleiks gildi hennar. Reyndar geri ég það ekki, ég á eflaust eftir að drulsa mér í að gera eitthvað hressandi í framtíðinni.

Bara ef ég gæti ælt yfir heiminn jákvæðni og gleði
þá myndu allir fá hroll yfir viðbjóðnum,
en finna samt sælustrauma
skola svo af sér skítinn og finna,
hvernig neikvæðni fylgdi sápunni

Svo færi jákvæðnin niður í ræsin
og þaðan út í sjó,
en hún myndi aldrei hverfa,
bara verða hluti af heiminum
og vatninu svo enginn fengi aftur hroll
en væru þess í stað glaðir

---
Ég sakna þeirra sem ég sakna og hinna líka,
lalli

Engin ummæli: