miðvikudagur, október 12, 2005

Österreichs bestes Bier

Ég gerði mig að fífli í dag, í skólanum hvar annars staðar. Eftir frábæra takta í tímanum í dag, ætlaði ég mér of mikið undir lok hans. Þegar að kennarinn lagði til að allir rifjuðu upp eitt orð var ég ekki lengi að taka við mér, Aufträge var mér ofarlega í huga, en ég hafði flett því upp í orðabók, þar stóð "pöntun". Þá tilkynnti kennarinn það að ég mætti aðeins svara með já eða nei, ja oder nein, alles gut! Já, auðvitað, sögnin að panta, lítið mál. Þá hófust spurningarnar, er þetta uhhhm, og enginn sagði neitt, er þetta sögn? Já, þetta er sögn, sagði ég. Svo héldu spurningarnar áfram og alltaf varð ég aulalegri og aulalegri, á endanum var ég beðinn um að segja fyrstu stafina og þá tókst loksins einhverjum að geta upp á NAFNORÐINU Aufträge. Helvítis djöfulsins, afsakið orðbragðið, drullu orðabók, hún sagði bara panta! En ég dó ekki og heldur neinn samnemenda minna, en ég skammaðist mín alla leið í gegnum gólfið, út úr skólanum og í þýskustofuna í M.A. -takk!

Það var fótboltaleikur að klárast rétt í þessu, Austurríkismenn gerðu sér lítið fyrir og sigruðu Norður-Íra með tveimur mörkum gegn engu! Það sem Austurríkismenn höfðu fram yfir þá írsku var knattspyrna, aldrei hef ég séð jafn ljótar tæklingar og hjá Írunum í þessum leik, þrátt fyrir að Íslendingar höfum bæði Heiðar Helguson og Brynjar Björn þá komast þeir kettlingar ekki nálægt þessum bölvuðu durtu frá Stóra-Bretlandi.

Í fyrsta skipti á þessum eina mánuði urðu mér á mistök í eldhúsinu, í þetta skipti var það grjónagrautur sem mallaði í pottinum, en í stressi yfir sófafluttingum (sjá neðar) þá gleymdi ég að hræra og hann brann lítillega við. En Pizzeri-Mafiosi reddaði mér:) Þessir Tyrknseku mafíósalegu herramenn..ó himnesku flatbökur.

Í dag fórum við Eyrún heim til leigjandans okkar og tókum sófa úr herbergi sonar hennar. Ég var orðinn of þreyttur á sófaleysi íbúðarinnar að mér var sama, svo var hann líka hermaður, með plakat af Che Guevara á veggnum, Bob Marley á hurðinni og bók um Bill Clinton í skápnum. Ég hef ákveðið að læra af því að bregðast íslenskt við því að eitthvað sé að hjá mér og byrja á über kurteisi, nei börnin góð hlustið á mig, þegar eitthvað vantar hjá ykkur sem á að vera, hvort það er vatnsglas, betur steikt kjöt eða sófi. Standið þá upp og kallið hátt og snjallt: ,,Hér inni er stúlka í alltof þröngum kjól" Nei afsakið nú sló saman, standið þá upp og heimtið ykkar!

Annars er að vakna yfir hinum pólitíska Lalla, ef þið vissuð ekki að ég væri í dvala, kanski tekur það einhvern tíma, en í hausnum mínum er hann að vakna.

lalli-

2 ummæli:

larush sagði...

vá.. ég meina ég átti svo ekki vona á hrósi frá þér, kæri herra blog hosting!

Nafnlaus sagði...

Gaman að þessu Lalli. Auftraage sýnir virkilegan metnað. (var þetta svona velja-dýr-leikur?