föstudagur, október 07, 2005

muna: skjæla ekki æla!

Enn einn viðburðarríkur dagur að líða hér í Vínarborg.
Eyrún fór sem fyrr í skólan og ég varð eftir heima, ég skemmti mér frameftir degi yfir sögunum hans Óskars, blikktrommarans dvergvaxna. Rétt fyrir tvö kom Eyrún heim, en stoppaði stutt við og hélt af stað í þýskutíma, ég ákvað að fylgja henna a.m.k. áleiðis. En þegar á hólminn var komið fór ég bara alla leið í skólann hennar og ætlaði að bíða, enda tölum við bæði að þetta yrði dæmigerður "fyrsti tími" og ekki mikið kennt. Eftir að hafa setið og lesið í smá stund var ég kominn með bullandi leið á Óskari og gaf skáldskap upp á bátinn. Þá tók biðin við, ég beið í einn og hálfan tíma þar til Eyrún kom út og sagði mér að hún yrði einn og hálfan í viðbót. Eftir að hafa fengið þær fréttir ákvað ég að fara niður í miðbæ, þar átti margt eftir að gleðja mig.

Þegar ég steig útúr lestinni sá ég að stuðningsmenn Palestínu voru að koma sér fyrir á Graben (dýrustu verslunar götunni). Ég fylgdist með þeim um stund og hélt svo áfram göngu minni, þar til ég kom að búð sem ég vissi hreint ekki hvað seldi, svo að ég fór inn í hana. Þetta var þá, og er enn, einhver flottasta gourmet búð sem ég hef séð. Óteljandi ostar, vín og kjötvörur, sultur og gotterí og KRYDD!! Í þessari búð fann ég Estragon, sem við Eyrún höfum leitað hérna úti, auk fjölda annarra hluta. Þegar útúr þessari hressilegu vin ilms og braða var komið tóku á móti mér ungir sósíalistar sem að voru í kröfugöngu. Ég ákvað að fylgja þeim eftir, svona fyrir forvitnissakir, svo ég þrammaði í takt við fjandmenn kaptitalisma og stuðningsmenn byltinga. Það var nokkurn veginn það eins sem ég skildi af því sem þau öskruðu í gjallarhornin: "niður með kapitalisma" og "lausnin er bylting". Ég gekk á eftri þeim dágóða stund, eða þar til ég var orðinn allt að því áttavilltur og taldi best að snúa við á rólegri slóðir. Það var skemmtilegt að sjá að lögreglan virtist hafa gaman af þessum mótmælum, því a.m.k. 5 bílar með níu lögregluþjóna innan borðs fylgdust með þessu og nokkrir voru þar að auki á gangi. Ennþá skemmtilegra er þó að segja frá því að sósíalistarnir gengu framhjá bistro matsölustöðum þar sem "viðskiptafólk" drakk hvítvín og borðaði paté eða eitthvað svoleiðis...
Á leiðinni til baka stoppaði ég aftur hjár Palestínuvinunum og hlustaði á þau í smástund en hélt svo heim á leið, enda bjórkvöld í kvöld og best að koma sér heim og fá sér pizzu vel tímanlega:)

..en núna er ég samt að borða harðfisk..

kveðja,
Lárus von Island

4 ummæli:

Óli Sindri sagði...

Fyrst þú fannst estragonið verður þú að hafa pizzuna með bernaise og nauti. Muna bara að það er eitt egg fyrir hver 100g af smjöri.

Nafnlaus sagði...

Mig langar líka í harðfisk! Var að lesa langt aftur í bloggið þitt...soldið síðan ég var á bloggráfi síðast. Þetta lítur vel út hjá ykkur og vááááá hvað þið eruð virkir "túristar". Ég er búin að búa í Kaupmannahöfn í 7 mánuði (ef maður leggur allt saman) og ég er ekki búin að sjá neitt. Ekki einu sinni búin að kíkja á Litlu hafmeyjuna. Ég tek ykkur sem fyrirmynd og fer að vera menningarleg. Hafið það gott.

Nafnlaus sagði...

MIkið er nú gaman hjá þer. Er betra veður en hjá mér?

Nafnlaus sagði...

hehe sé þig alveg fyrirmér nýkominn úr flottustu gourmet búðinni að mótmæla kapitalisma